Plötusnúðanámskeið með DJ Dóru Júlíu í Listasafni Íslands

mán

24. feb

9:0012:00

Safnahúsið

Ert þú í vetrarfríi? Komdu þá á plötusnúðanámskeið með DJ Dóru Júlíu í Listasafni Íslands
Staðsetning: Safnahúsið við Hverfisgötu 15

 

Tími: Mánudaginn 24. febrúar frá kl. 9 – 12
Aldur: 12 – 15 ára
Verð: 7.500 kr.

 

Listasafn Íslands stendur fyrir DJ námskeiði fyrir börn í Vetrarfríi grunnskóla.
Farið verður yfir ýmislegt sem tengist plötusnúðastarfinu fyrir áhugasama og upprennandi plötusnúða. Má þar nefna að mixa og blanda saman lögum, að þekkja taktinn, hraða og hægja á tónlist eftir því sem á best við, að byggja upp DJ sett, að stýra balli, að spila fyrir ólíka hópa í fjölbreyttum aðstæðum og búa til stemningu.

Listaverkin í safninu verða skoðuð með augum plötusnúðsins – og tónlistin spilast eftir því!

 

Við hvetjum þau sem hafa áhuga á tónlist og góðu stuði til þess að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið:
elisa.b.gudmundsdottir@listasafn.is

Takmarkað pláss og skráning nauðsynleg.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17