
Fimmtudagurinn langi
fim
27. mars
17:00—22:00
Fimmtudagurinn langi í Mars
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Fimmtudaginn Langa 27. mars. Síðasta fimmtudag hvers mánaðar er Listasafn Íslands opið til 22:00 og gestum býðst að kaupa árskort í safnhús Listasafns Íslands á almennu miðaverði. Kaffihúsið Kaktus Espressobar er einnig opið til 22:00 á Fimmtudaginn langa. Happy Hour á víni og bjór frá 17 – 20. Tapasplatti með vínglasi á tilboði á 2.900.
▪️18:30 - 20:50 Feluleikur #3
Feluleikur er verkefni stofnað af fjölbreyttum hópi listamanna til að bregðast við stöðugri fækkum tónleikarýma fyrir grasrótartónlistarfólk með því að nýta óhefðbundni og ónýttu rými Reykjavíkur fyrir tónleika og listaviðburði. Í feluleik má ekki nota sama felustaðinn tvisvar en í þetta skiptið verður brugðið á leik í vörulyftu Listasafns Íslands.
▪️ 20:00 Leiðsögn
Við bjóðum ykkur velkomin á leiðsögn hjá Pari Stave sýningarstjóra Listasafns Íslands um sýningu Hildigunnar Birgisdóttur Þetta er mjög stór tala (Commerzbau). Ath. leiðsögnin fer fram á ensku.
Sýningin var framlag Íslands til tvíæringsins í Feneyjum árið 2024. Þessi hárbeitta og gáskafulla sýning samanstendur af skúlptúrum og innsetningum sem kafa ofan í hið kynlega samband okkar mannfólksins við fjöldaframleiddu hlutina sem umkringja okkur. Sýningarstjóri er Dan Byers.