Krakkaklúbburinn Krummi
lau
7. sept
14:00—16:00
lau
21. sept
14:00—16:00
Frussandi Fossar
Skapandi aðferðir við vatnslitun í tengslum við Hringrás, sýningu Tuma Magnússonar. Við sjáum hvernig vatnslitir bregðast við salti og málum með sápukúlum, til að herma eftir vatnsfroðu sem gjarnan myndast í frussandi fossum og seytlandi lækjum.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.
Merki krakkaklúbbsins er fengið út barnabókinni Rauði hatturinn og krummi eftir Ásgerði Búadóttur myndlistarmann.