Gæðastund fyrir eldri borgara

mið

16. ágúst

14:0015:00

Listasafnið
Gæðastundir

Fram fjörðinn, seint um haust
Leiðsögn listamannsins um sýninguna Fram fjörðinn, seint um haust sem samanstendur af stórum vatnslitaverkum máluðum á síðustu tveimur árum þar sem lífríki Héðinsfjarðar seint um haust er aðalviðfangsefni listamannsins Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. Verkin á sýningunni eru afrakstur vinnu listamannsins í Héðinsfirði síðastliðin tvö ár og endurspegla ástand mála í stærra samhengi þar sem einhvers konar haust ríkir og búast má við hörðum vetri.

Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands. Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt.
Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands.
Bakkelsið er í boði Brauðs og Co. sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17