Gæðastund
mið
20. sept
14:00—15:00
Glerregn
Leiðsögn sérfræðings um verkið Glerregn eftir Rúrí í Listasafni Íslands.
Glerregn er innsetning frá árinu 1984 og er eitt fyrsta verk Rúríí röð margra sem fjalla um tíma og ógnir. Verkið samanstendur af 500 flugbeittum og oddmjóum glerbrotum sem hanga líkt og mislangir hnífar í þyrpingu sem nær frá lofti og niður í golf. Þegar gengið er hjá verkinu fer loftið á hreyfingu þannig að glerbrotin taka að snúast.
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.