Listaverk

Gæðastund fyrir eldri borgara

mið

15. nóv

14:0015:00

Listasafnið
Gæðastundir

Nokkur nýleg verk
Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Nokkur nýleg verk. Á sýningunni má sjá úrval verka sem keypt hafa verið af innkaupanefnd Listasafns Íslands eða safnið hefur fengið að gjöf á undanförnum fjórum árum. Sýningin endurspeglar margbreytileika framúrskarandi íslenskrar samtímalistar. Nokkur nýleg verk hafa verið valin saman þar sem íslenskt landslag er leiðarstef í verkum listamanna ólíkra kynslóða og eru þau unnin í ýmsa miðla.

Dagskráin er ætluð eldri borgurum og er samsett af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi Listasafns Íslands. Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt.

 Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands.
Bakkelsið er í boði Brauðs og Co. sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17