Gæðastund
mið
17. apríl
14:00—15:00
Við sjáum óvænt abstrakt
Leiðsögn sérfræðings
Á sýningunni er þremur hópum listamanna sem koma úr ólíkum áttum teflt saman, þar sem finna má samhljóm þeirra á milli. Listamenn sem komu fram á miðri 20. öld og unnu með hugmyndafræði abstrakt myndlistar, fatlaðir listamenn sem vinna óheft á flötinn í samtali við upplifun sína af heiminum og fleiri samtímalistamenn sem hlotið hafa formlega menntun í myndlist og vinna meðal annars með abstrakt myndverk.
Gæðastundir
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru fólki á besta aldri, 67+. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.
Aðgangseyrir á safnið gildir.