Gæðastund

mið

12. júní

14:0015:00

Listasafnið
Gæðastundir

Járn, hör, kol og kalk
Leiðsögn sérfræðings
Leiðsögn sérfræðings
Á sýningunni verða ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur. Verkin eru þrívíð og tvívíð ásamt vídeóverki og hafa ekki áður verið sýnd. Þau eru afrakstur athugana listamannsins sem ná allt aftur til ársins 1992. Uppsprettan er taktur daglegs lífs, hversdagsleg efni og rými. Yfirgefin hús. Minni efnis og eiginleikar þess, vegferð og umbreytingar. Járn, hör, kol og kalk. Lagskipting, skurðpunktar, tvívíð og þrívíð grind, regluverk. Dagatal. Vitund um þann möguleika að regla geti brostið, þyngdarpunkturinn glatast og óreiða tekið við.

Gæðastundir

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru fólki á besta aldri, 67+. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17