Listræn verkefni barna

Krakkaklúbburinn Krummi

lau

11. mars

14:0016:00

lau

25. mars

14:0016:00

Krummi
Safnahúsið

Inn á milli  
Smiðjunni Inn á milli  er ætlað að efla vitund þátttakenda um umhverfi hins daglega lífs, með það að markmiði að taka eftir og rýna í það sem finna má inn á milli. Allskonar efniviður sem finna má í umhverfinu verður notaður sem uppspretta og innblástur til listsköpunar.

Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.

Umsjón með smiðju: Þóranna Björnsdóttir
Staðsetning smiðju: Safnahúsið við Hverfisgötu


Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17