Leiðsögn sýningarstjóra
sun
26. jan
14:00—16:00
Leiðsögn sýningarstjóra – Nánd hversdagsins
26. janúar kl. 14
Sýningarstjórinn Pari Stave leiðir gesti um samsýninguna Nánd hversdagsins sem samanstendur af rúmlega 60 ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orra Jónsson og Sally Mann. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki hvers og eins listamanns þar sem birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst.
Leiðsögnin fer fram á ensku.