Verk eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur

Leiðsögn listamanns

Listasafnið

Leiðsögn Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur um sýninguna Ekkert er víst nema að allt breytist.
Sýninguna Ekkert er víst nema að allt breytist má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð listakonunnar til þeirrar kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa en þó í víðara samhengi. Samhliða þróun á eigin hugmyndakerfi beinir Ingunn nú einnig sjónum sínum að þeim tæknilegu og hugmyndafræðilegu kerfum sem stýra, leynt og ljóst, mannfólkinu og heiminum í heild. Hvort sem um ræðir algóritma og kóða, eða litið er til pólitískra kerfa, fjármálakerfa, eða persónulegt vafur um internetið er grandskoðað, þá veltir verkið Ekkert er víst nema að allt breytist upp spurningum um hver sé við stjórnvölinn og hver áhrif og forráð einstaklingsins raunverulega séu.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17