Leiðsögn
sun
20. nóv
14—15
Leiðsögn um sýninguna Zanele Muholi
Suður-afríski listamaðurinn og aktívistinn Zanele Muholi (f. 1972) sló í gegn snemma á 21. öldinni með myndasyrpu sem fangar líf hinsegin fólks og transfólks í Suður-Afríku og er Muholi í dag á meðal áhrifamestu listamanna á alþjóðavísu. Sýningin inniheldur yfir 100 verk sem sýna sögur af lífi LGBTQIA (Lesbian, Gay, Bisexual, Transgender, Queer, Intersex, Asexual) í Suður-Afríku og víðar. Sýningin er á vegum Tate Modern í London í samvinnu við Listasafn Íslands.