Leiðsögn sýningarstjóra
sun
5. maí
14:00—15:00
Við sjáum óvænt abstrakt
Leiðsögn sýningarstjóra
Á sýningunni er þremur hópum listamanna sem koma úr ólíkum áttum teflt saman, þar sem finna má samhljóm þeirra á milli. Listamenn sem komu fram á miðri 20. öld og unnu með hugmyndafræði abstrakt myndlistar, fatlaðir listamenn sem vinna óheft á flötinn í samtali við upplifun sína af heiminum og fleiri samtímalistamenn sem hlotið hafa formlega menntun í myndlist og vinna meðal annars með abstrakt myndverk.
Sýningarstjóri: Kristinn G. Harðarson