Gæðastund

mið

15. jan

Listasafnið

Listasafn Íslands í 140 ár
15. janúar kl. 14

Leiðsögn sérfræðings um 140 ára afmælissýningu safnsins þar sem finna má valin listaverk úr safneigninni eftir um 100 listamenn frá mismunandi tímabilum listasögunnar. Sýningin er haldin í fjórum sölum safnbyggingarinnar við Fríkirkjuveg og skiptist í fjögur meginþemu: samfélag; myndir af manneskjum; form, línur og litir; og maður og náttúra. Sýningin endurspeglar ekki aðeins það hlutverk Listasafns Íslands að byggja upp safnkost sem endurspeglar strauma og stefnur í listum hverju sinni, heldur einnig mikilvægi safnsins sem varðveislustaðar og lifandi vettvangs skoðanaskipta.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17