Menningarnótt í Safnhúsum Listasafns Íslands 2024
Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg
Opið 10:00 - 22:00
Kl. 14:00 - 17:00
Krakkaklúbburinn Krummi
Listaverkstæði í Listasafni Íslands
Komið og skapið í nýju listaverkstæði safnsins. Alls kyns blandaður efniviður í boði, málning á striga, vatnslitir, fundinn efniviður og frumlegar aðferðir í listsköpun.
Ný dagskrá Krakkaklúbbsins Krumma fyrir haustið 2024!
15:00 - 22:00
Íslenski dansflokkurinn í Listasafni Íslands á Menningarnótt
Íslenski dansflokkurinn, í samstarfi við danshöfundinn Rósu Ómarsdóttur mun standa fyrir lifandi dans-innsetning í sýningunum Margpóla eftir Önnur Rún Tryggvadóttur og Borealis eftir Steinu í Listasafni Íslands á Menningarnótt
Kl. 16:00
Spyrjið listamanninn Önnu Rún Tryggvadóttur
Á Menningarnótt gefst almenningi tækifæri til þess að spyrja listamanninn Önnu Rún Tryggvadóttur þeirra spurninga sem vakna í tengslum við yfirstandandi sýningu hennar í Listasafn Íslands; Margpóla. Guðný Guðmundsdóttir eigandi Gallerísins Gudmundsdottir stýrir listamannaspjallinu.
Kl. 20:00
Leiðsögn á ensku um verkið Borealis eftir Steinu og Hringrás eftir Tuma Magnússon
Pari Stave sýningarstjóri veitir leiðsögn á ensku um sýningar safnsins á Fríkirkjuvegi á Menningarnótt. Verið hjartanlega velkomin
---------------------------
Listasafn Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Opið 10:00 - 22:00
Kl. 14:00 - 17:00
Leikir og listsköpun í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu kennir ýmissa grasa. Í hverju skúmaskoti sýningarinnar eru skapandi verkefni og gagnvirkir leikir sem börn og fjölskyldur geta notiðsaman ásamt perlum úr listasögu þjóðarinnar. Komið og kynnist safninu og alls þess sem það hefur upp á að bjóða.
15:00
Kvennakór Benna Hemm Hemm
Benni Hemm Hemm & Kórinn slógu í gegn í Tjarnarbíói í byrjun árs með verkinu Ljósið & ruslið, þar sem uppselt var á allar sýningar. Á tónleikunum á Menningarnótt verður hægt að hlýða á lög sem hafa aldrei verið flutt fyrr í bland við helstu slagara Kórsins.
17:00
Tónleikar með Kára Egilssyni
Tónlistarmaðurinn Kári Egilsson leikur á píanó í gamla Lestrarsal Safnahússins lög eftir sjálfan sig og aðra.
---------------------------
Hús Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74
Opið 12:00 - 19:00
Kl. 18:00
Liturinn í verkum Ásgríms Jónssonar
Eygló Harðardóttir myndlistarmaður leiðir gesti um sýninguna Gluggi í Reykjavík þar sem sérstök áhersla verður lögð á litanotkun og litafræði sem listamaðurinn notar í verkum sínum.