Krakkaklúbburinn Krummi
lau
7. okt
14:00—16:00
lau
21. okt
14:00—16:00
Myndverk með villtum blómum
Listasmiðja þar sem unnið er með villt blóm og falleg myndverk unnin úr þeim með skapandi aðferðum. Verk eftir Eggert Pétursson á sýningunni Nokkur nýleg verk verður skoðað þar sem flóra landsins kemur við sögu.
Umsjón með smiðju: Guðrún Gísladóttir
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.