Listaverk barna í Safnahúsinu á Barnamenningarhátíð
mið
19. apríl — 23. apríl
10:00—17:00
Nemendur úr Fellaskóla, Laugarnesskóla, Langholtsskóla, Austurbæjarskóla, Vogaskóla og Waldorfsskólans Sólstafa sýna verk sem tengjast inntaki sýningarinnar Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkin tengjast þemu sýningarinnar; hafinu, líffræðilegum fjölbreytileika, fjöllum, himinhvolfinu og ævintýrum. Skólarnir sem taka þátt í sýningunni eru allir þátttökuskólar í vekefninu LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) þar sem áhersla er lögð á samtal náttúruvísinda og lista. Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið við Hverfisgötu á Barnamenningarhátíð.