
Sýningaropnun
lau
12. apríl
14:00—17:00
Orla Valdemar Borch (áður eignuð Jóhannes Kjarval), Rauðmaginn, án ártals
LÍ-ÞGIG 2
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00.
Eftirlíkingar listaverka og ýmiss konar falsanir hafa þekkst frá fornu fari og enn koma upp fölsunarmál víða um lönd. Í mörgum söfnum leynast vafasöm verk sem hafa ratað þar inn með margvíslegum hætti og á það einnig við um Listasafn Íslands. Fölsuð verk sem eru í fórum safnsins hafa borist því á ýmsan máta en öll tengjast þau hinu svonefnda stóra málverkafölsunarmáli sem hófst á síðasta tug 20. aldar.
Með þessari sýningu vill Listasafn Íslands stuðla að vitundarvakningu varðandi listaverkafalsanir hér á landi. Á sýningunni eru verk í vörslu safnsins sem rannsóknir hafa staðfest að eru fölsuð, auk falsaðs verks í einkaeigu sem tengdist sýningu í safninu. Einnig eru sýnd ófölsuð verk úr safneign og lánsverk sem tengjast sögum sem hér eru sagðar.
Sýningarstjórar eru Dagný Heiðdal og Ólafur Ingi Jónsson.
Hlökkum til að sjá ykkur!