Gæðastund
mið
23. apríl
14:00—16:00
Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir
23. apríl kl. 14
Dagný Heiðdal sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Í safneign Listasafns Íslands leynast nokkur fölsuð verk sem hafa borist safninu með margvíslegum hætti. Undanfarin misseri hafa starfsmenn safnsins rannsakað þessi verk og hefur þá margt forvitnilegt komið í ljós. Markmið sýningarinnar er að auka vitneskju almennings um málverkafalsanir og hvernig megi varast falsanir á markaði. Listaverkafalsanir eiga sér langa sögu en iðulega er markmið falsara að blekkja kaupendur í hagnaðarskyni.
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir úr sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Kaktus Espressobar á Fríkirkjuvegi styrkir verkefnið með bakkelsi.
Aðgangseyrir á safnið gildir.