Saman inn í skólaárið
mán
19. ágúst
14:00—16:00
Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið við Hverfisgötu mánudaginn 19. ágúst kl. 14 – 16 þar sem fræðslustarf Listasafns Íslands verður kynnt.
Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
Stattu og vertu að steini! Þjóðsögurnar okkar
Viðnám – samspil vísinda og myndlistar
Sérfræðingar safnsins taka á móti ykkur og kynna spennandi og fjölbreyttar fræðsluleiðir sem nýtast kennurum á öllum skólastigum, ásamt því að dagskrá kennaraklúbbsins verður kynnt.
Léttar veigar og góð stemning!