Síðdegi á safninu

fim

12. sept

17:0019:00

fim

19. sept

17:0019:00

Listasafnið

Síðdegi á safninu

Dagskrá sem ætluð er listunnendum og áhugafólki um myndlist.
Sérfræðingar safnsins veita innsýn í ákveðna þætti úr listasögunni í fallegu umhverfi listasafnsins. Innifalið í verði er bók sem tengist viðfangsefninu hverju sinni, léttar veigar ogárskort+1 sem gildir í safnhús Listasafns Íslands.
Staðsetning: Fríkirkjuvegur 7
Óskað er eftir skráningu á viðburðina í gegnum mennt@listasafn.is, hámarksfjöldi er 20 manns á hverjum viðburði.

Verð: 9.800 kr. staðgreitt.

Hugsun um teikninguna – teikningar Kjarvals

Fjallað verður um teikningar Kjarvals sem nýlega voru á sýningunni Hugsun um teikninguna í Listasafni Íslands.
Dregin verða fram nokkur lykilverk sem gestum gefst tækifæri til að skoða. Verkin tilheyra listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar en þar er að finna um 300 teikningar og önnur verk á pappír eftir Jóhannes S. Kjarval. Við val verka fyrir sýninguna var fjölbreytni í efnisvali og efnistökum höfð að leiðarljósi. Sýnd voru myndverk sem unnin voru með blýanti, bleki, penna, koli, krít, vaxlit, vatnslit og olíulit á ýmiss konar undirlag. Teikningin er samofin öllu höfundarverki Kjarvals og er raunar miðlæg í tjáningu hans og þeirri skapandi hugsun og könnun á veruleika og hugarheimum sem í henni er fólgin.


Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17