Skartgripir í Safnahúsinu / HönnunarMars 2023
mið
3. maí — 31. maí
10:00—17:00
Þér er boðið á sýningu nemenda í gull- og silfursmíði við Tækniskólann sem sýna skart sem unnið er í tengslum við listaverkin á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Fimmtudaginn 4. maí kl. 15 - 17
Á HönnunarMars munu nemendur í gull- og silfursmíði við Tækniskólann sýna skart sem unnið er í tengslum við listaverkin á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkefni nemendanna var að skoða sýninguna, velja sér listaverk og vinna skartgrip út frá því.
Nemendurnir eru á stunda fjögurra ára námi í gull- og silfursmíði. Þau hafa notið leiðsagnar kennara bæði í handverki og hönnun. Að sýna á Listasafni Íslands er nemendum mikil hvatning til frumleika og vandaðrar smíði.
Hér er á ferðinni örsýning sem sýnir vel þá grósku sem á sér stað í námi gull- og silfursmíðinnar á Íslandi
Sýningin stendur yfir til 31. maí 2023.