Sunnudagsleiðsögn listamanns
sun
7. maí
14:00—15:00
Sunnudagsleiðsögn listamanns – Rúrí fjallar um verkið Glerregn
7. maí kl. 14
Listamaðurinn Rúrí (1951) tilheyrir fámennum hópi íslenskra myndlistarmanna sem taka afgerandi pólitíska afstöðu í verkum sínum. Rúrí tilheyrir fyrstu kynslóðinni sem óx úr grasi þess meðvituð að maðurinn gæti sjálfur eytt öllu lífi í kringum sig á svipstundu ef hann kærði sig um það. Þessi vitneskja hefur mótað viðhorf Rúríar sem myndlistarmanns en í mörgum verka Rúríar má sjá afstöðu hennar til stríðsreksturs og ofbeldis. Verkið samanstendur af 500 hnífskörpum glerjum, sem hvert um sig endar í oddi og hanga mislöng glerin í þyrpingu sem nær frá lofti og niður í gólf. Hvert gler hangir í glærum þræði svo þegar gengið er hjá verkinu fer loftið á hreyfingu og glerin taka að snúast á þráðunum. Til þess að skynja verkið til fulls þarf áhorfandinn að stíga inn í glerregnið og þræða leið um oddhvöss glerbrot. Með því að ganga inn í verkið verður áhorfandinn fyrir upplifun sem ekki fæst með því aðeins að horfa og þegar hvöss glerin ljúkast um áhorfandann virðist ógnin nánast áþreifanleg.
Aðgangseyrir á safnið gildir.