
Gæðastund
mið
14. maí
14:00—16:00
Christian Marcley The Clock
Leiðsögn sérfræðings um hið margrómaða verk The Clock (2010) eftir svissnesk-bandaríska listamanninn Christian Marclay sem verður sýnt á Listasafni Íslands frá 2. maí til 22. júní 2025.
Verkið er epískt, sólarhringslangt vídeóverk á einni rás með hljóði. The Clock hlaut Gyllta ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og er almennt talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar. Verkið er bæði djúpstæð hugleiðing um tímann og virðingarvottur við sögu kvikmyndalistarinnar.
Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir úr sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.
Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Kaktus Espressobar á Fríkirkjuvegi styrkir verkefnið með bakkelsi.
Aðgangseyrir á safnið gildir.