Þrettándagleði
sun
5. jan
14:00—16:00
Finnur Jónsson, 1892-1993, Stóð eg úti í tunglsljósi, 1960-1970, LÍ 4452
Samtökin ‘78 og Listasafn Íslands bjóða hinsegin fjölskyldum til þrettándagleði í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, sunnudaginn 5. janúar kl. 14-16.
Boðið verður upp á listasmiðju í Lestrarsal Safnahússins þar sem börnin fá að galdra fram sína eigin álfasprota, myndatökuhorn og hægt að bragða á töfradrykk álfanna. Álfadrottningin kemur í heimsókn og mun leiða okkur svo út þar sem við syngjum saman nokkra áramóta- og álfasöngva og kveikjum á stjörnuljósum.
Við hvetjum fólk eindregið til þess að klæða sig upp í tilefni dagsins, jafnvel sem álfar eða tröll.
Um þessar mundir er í Safnahúsinu sýningin Stattu og vertu að steini! Þjóðsögur í íslenskri myndlist sem gestir þrettándagleðinnar geta sótt á meðan viðburðinum stendur.
Í Safnahúsinu er aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól, lyfta sem gengur að öllum sýningarsölum, safnbúð og kaffistofu. Aðgengilegt salerni er á jarðhæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu.