
Sýningaropnun
fös
21. feb
17:00—19:00
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Þetta er mjög stór tala (Commerzbau) eftir Hildigunni Birgisdóttur, föstudaginn 21. febrúar 2025, kl. 17:00 að Fríkirkjuvegi 7.
Þetta er mjög stór tala (Commerzbau) var framlag Íslands til tvíæringsins í Feneyjum árið 2024. Þessi sýning hefur verið sniðin að Listasafni Íslands í samræmi við húsakynni þess við Tjörnina.
Hildigunnur er kunn fyrir að gefa hinu smáa gaum í listsköpun sinni og varpa gagnrýnu ljósi á hnattræn framleiðslu- og dreifingarkerfi, sem og hið undarlega lífshlaup varningsins sem þessi kerfi skapa. Í verkum sínum dregur hún athyglina að litlum, einnota hlutum sem gjarnan eru fjöldaframleiddir fylgifiskar neyslumenningarinnar: umbúðum, verðmiðum, merkingum og útstillingareiningum. Hún fær þessum hlutum nýtt hlutverk en gildi þeirra og merking gjörbreytast þegar komið er út fyrir hið upprunalega samhengi þeirra.
Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, opnar sýninguna.