Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir

Lýsing:

Í safneign Listasafns Íslands leynast nokkur fölsuð verk sem hafa borist safninu með margvíslegum hætti. Undanfarin misseri hafa starfsmenn safnsins rannsakað þessi verk og hefur þá margt forvitnilegt komið í ljós. Markmið námskeiðsins sem og sýningarinnar Ráðgátan um Rauðmagan og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir er að auka vitneskju almennings um málverkafalsanir.


Námskeiðið byggir á sögulegum staðreyndum sem og raundæmum úr safneign Listasafns Íslands þar sem sérfræðingar safnsins miðla þekkingu sinni til þátttakenda þannig að þekking þeirra dýpki til muna á viðfangsefni námskeiðsins.


Ávinningur:

  • Færni í að meta uppruna listaverka
  • Aukinn skilningur á „stóra málverkafölsunarmálinu“
  • Þekking eykst og vitund um þá listamenn sem helst hafa orðið fyrir barði falsara
  • Skilningur á viðbrögðum safna og stofnana við fölsuðum listaverkum
  • Tæknileg vinnubrögð við rannsóknir á fölsunum útskýrð

Kennarnar eru Dagný Heiðdal, Nathalie Jacqueminet, Ólafur Ingi Jónsson, Sigurður Gunnarsson og Steinunn Harðardóttir


Námskeiðið hentar öllum áhugasömum um sögu og myndlist sem og þeim sem eru forvitnir og vilja vita meira, skilja betur og njóta.

Ekki er þörf á bakgrunni í myndlist, námskeiðið hentar almenningi.

Hvar:
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7
101, Reykjavík


Hvenær:

Námskeið I
Mánudagur 28. apríl kl. 17–19:00
Mánudagur 5. maí kl. 17–19:00
Mánudagur 12. maí kl. 17–19:00

Skráning hér


Námskeið II
Miðvikudagur 30. apríl kl. 19:45–21:30
Miðvikudagur 7. maí kl. 19:45–21:30
Miðvikudagur 14. maí kl. 19:45–21:30

Skráning hér

Verð: 53.000 kr.

Takmarkað sætaframboð.

Við hvetjum þátttakendur til þess að kanna styrki hjá sínum stéttarfélögum fyrir námskeiðinu. Safnið veitir allar nauðsynlegar upplýsingar og kvittanir fyrir gjöldum.


Nánari upplýsingar: www.listasafn.is / info@listasafn.is

Dagný Heiðdal er skráningarstjóri Listasafns Íslands og hefur starfað við safnið frá árinu 2002. Hún er menntaður sögukennari frá Háskóla Íslands og lauk M.A prófi í listfræði frá Háskólanum í Lundi. Meðal sýninga sem hún hefur unnið að í safninu eru Viðnám, Fjársjóður þjóðar, Listþræðir og yfirlitssýning á verkum Valtýs Pétursson. Hún hefur ritað fjölda greina um myndlist og ritstýrt útgáfum á vegum Listasafns Íslands.

Nathalie Jacqueminet, forvörður, safnafræðingur og listfræðingur er varðveislustjóri á Listasafni Íslands. Hún hefur starfað á sviði varðveislu menningararfs síðan árið 2000 lengst á Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands. Nathalie tók þátt í rannsóknaverkefnum sem varða fölsun listaverka á Íslandi. Hún var formaður skipulagsnefndar alþjóðlegar ráðstefnu um falsanir sem fór fram í Reykjavík 2003.

Ólafur Ingi Jónsson er forvörður með yfirgripsmikla þekkingu . Hann hefur starfað á sviði forvörslu frá árinu 1986 eftir að hafa lokið prófi frá Flórens á Ítalíu. Hann hefur starfað við forvörslu meðal annars hjá Þjóðminjasafninu, í Morkinskinnu og síðast hjá Listasafni Íslands frá árunum 2006 – 2024. Ólafur Ingi hefur síðustu áratugi rannsakað falsanir á listaverkum, en hann var aðalkærandinn í stóra málverkafölsunarmálinu sem fjallað verður um á námskeiðinu.

Sigurður Gunnarsson er ljósmyndari hjá Listasafni Íslands og hefur starfað við safnið frá 2014. Hann er menntaður ljósmyndari bæði hjá Tækniskólanum og Ljósmyndaskólanum, auk þess er hann með M.A í hagnýtri menningarmiðlun. Sigurður hefur myndað verk í eigu listasafnsins fyrir fjölda útgáfna, bæði hérlendis og erlendis.

Steinunn Harðardóttir er forvörður hjá Listasafni Íslands og hefur starfað hjá safninu frá 2018. Hún er menntaður málverkaforvörður og lauk M. Sc. prófi í málverkaforforvörslu frá Háskólanum í Amsterdam. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17