Listræn sköpun eflir náttúruvitund
Listasafn Íslands hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Listræn sköpun eflir náttúruvitund.
Ný sýning í Safnahúsinu við Hverfisgötu er vettvangur skapandi nálgunar og tengsla milli myndlistar og vísinda. Í verkefninu er áhersla lögð á að efla skapandi, gagnrýna hugsun með lista- og vísindasmiðjum sem vekja áhuga þátttakenda á fjölbreyttum málefnum sjálfbærni með getu til aðgerða að leiðarljósi.
Unnið verður með valin verk úr safneign Listasafns Íslands og þau tengd við valin þemu vísindanna. Kennarar á smiðjunum verða bæði listamenn og vísindamenn.
Með þessu verkefni mun Listasafnið efla samstarf sitt við Landvernd, Vísindasmiðju Háskóla Íslands og fleiri fagaðila þar sem fjölmörg börn og ungmenni munu njóta góðs af.
Hér verður hægt að nálgast upplýsingar um listasmiðjur sem að tilheyra verkefninu.
Það eru spennandi tímar framundan í Listasafni Íslands, Safnahúsinu við Hverfisgötu
Mynstur í náttúrunni
Sýrur og basar
Inn á milli
Litaheimur límbandsins
Nýjasta tækni og list
Hreyfimyndir
Óskalög jarðarinnar
Bókverk