
Námskeið fyrir kennara
Námskeið fyrir kennara á Akureyri 25.–26. mars
Listasafn Íslands og Listasafnið á Akureyri taka höndum saman og bjóða upp á staðnámskeið fyrir kennara í myndlæsisaðferðum Sjónarafls þann 25. og 26. mars næstkomandi.
Á námskeiðinu verður fjallað um þróun verkefnisins og notkun á kennsluefninu Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi sem Listasafn Íslands gaf út 2023. Námsefnið miðar á markvissan hátt að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið.
Nánar hér
Staðnámskeið í Safnahúsinu við Hverfisgötu 12. maí
Sjónarafl miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi þjóðarinnar. Þjálfun í myndlæsi eykur einnig hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi og gagnrýnni hugsun. Á námskeiðinu fá kennarar kynningu og þjálfun í aðferðum myndlæsis þar sem unnið er markvisst með umræðu- og spurnaraðferð.
Nánar her