
Saga safnsins
Listasafn Íslands var stofnað í október 1884 í Kaupmannahöfn af Birni Bjarnarsyni (1853-1918), síðar sýslumanni.
Listasafnið var sjálfstæð stofnun frá 1884 til 1916 er Alþingi ákvað að gera það að deild í Þjóðminjasafni Íslands. Með lögum um Menntamálaráð 1928 var safnið síðan sett beint undir stjórn ráðsins.
Verk safnsins voru til sýnis í Alþingishúsinu frá 1885 til 1950 þegar það fluttist í Safnahúsið við Suðurgötu sem það deildi með Þjóðminjasafni Íslands. Listasafnið var formlega opnað þar 1951 og hlaut fullt sjálfstæði að lögum árið 1961.