Sjónarafl – í Safnarhúsinu

Námskeið fyrir kennara

Sjónarafl miðar með markvissum hætti að því að tengja kennslu í myndlæsi og listasögu við skólakerfið og auka þekkingu nemenda á menningarsögu og menningararfi þjóðarinnar. Þjálfun í myndlæsi eykur einnig hæfni í tjáningu, virkri hlustun, hugtakaskilningi og gagnrýnni hugsun. Á námskeiðinu fá kennarar kynningu og þjálfun í aðferðum myndlæsis þar sem unnið er markvisst með umræðu- og spurnaraðferð.
Myndlæsisþjálfunin fer fram með því að styðjast við valin verk úr safneign Listasafns Íslands og er fræðsluefnið sjálft unnið sérstaklega með kennara í huga.

Hvar?
Safnahúsið
Hverfisgata 15
101 Reykjavík

Hvenær?
12. maí kl 14–16

Skráning í gegnum netfangið mennt@listasafn.is

Ath. takmarkaður fjöldi!

Verð: 4.600 kr

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17