Safneign

Listasafn Íslands safnar kerfisbundið íslenskri myndlist. Listaverkasafnið spannar nú um 16.000 verk.

Á vegum Listasafns Íslands starfar þriggja manna Innkaupanefnd skipuð af menningarráðherra til þriggja ára í senn. Í nefndinni situr safnstjóri, einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna og einn án tilnefningar.
Innkaupanefnd fjallar einnig um gjafir sem Listasafni Íslands eru boðnar og metur hvort þær skuli þegnar. Safnið má aldrei selja eða á annan hátt láta af hendi listaverk, er það hefur þegið að gjöf, nema að fengnu samþykki gefanda.
Heimilt er að fenginni umsögn Innkaupanefndar að selja listaverk úr eigu Listasafns Íslands í því skyni að kaupa annað verk eftir sama listamann er æskilegra þykir að sé í eigu safnsins.

Grúskaðu í stærsta safni íslenskrar myndlistar.

Safnið spannar fjölbreytt listaverk; málverk, skúlptúra, vídeóverk og ljósmyndir.

Jóhannes Kjarval 1885-1972

Íslandslag, 1949-1959

LÍ-4863

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17