Klístrað gólf
2018
Örn Alexander Ámundason 1984-
Verkið Klístrað gólf er nnsetning sem er sett upp í sýningarrýminu samkvæmt leiðbeiningum listamannsins. Hugmyndin að verkinu kviknaði þegar Örn Alexander steig sjálfur á klístrað gólf. Gestir sýningarinnar verða áþreifanlega varir við verkið þegar þeir ganga yfir klístrað sýningargólfið, þess á milli er verkið ósýnilegt.
Verkið Klístrað gólf er innsetning sem er sett upp í sýningarrýminu samkvæmt leiðbeiningum listamannsins. Hugmyndin að verkinu kviknaði þegar Örn Alexander steig sjálfur á klístrað gólf. Gestir sýningarinnar verða áþreifanlega varir við verkið þegar þeir ganga yfir klístrað sýningargólfið, þess á milli er verkið ósýnilegt. Tilfinninguna þekkja flestir þegar stigið er á einhvað límkennt eða klístrað, í flestum tilfellum læðist ónotatilfinning eftir hryggnum til heilastöðvanna.
Að meðtaka listina með þessum hætti er ekki nýtt af nálinni en alltaf jafn spennandi. Örn Alexander Ámundason útskrifaðist með MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö árið 2011. Hann hefur látið að sér kveða á umliðnum árum bæði hér heima og erlendis og þar áður tróð hann upp með gjörning í Kling og Bang (2020) og Tickle, með Unu Margréti Árnadóttur og Arsenic í Lausanne (2020). Ver hans voru í D sal Listasafns Reykjavíkur Some New Works (2016). Hann hlaut sænska Edstrandska styrkinn sama ár. Hann hefur jafnframt komið að fjölbreyttum samstarfsverkefnum og var einn stofnenda sýningarstaðarins Open og langtíma sýningarverkefnisins A Collaboration Monument.
Verk hans reyna á þolmörk skúlptúrs, sviðslista og gjörninga jafnt sem þátttökulistar. Örn Alexander hefur einnig komið að listsköpun fyrir og með börnum þar sem sjálfur leikurinn er inntak verkanna.