Rif (Cerulean blár )
2015
Örn Alexander Ámundason 1984-
Verkið er röð af 6 mónókrómískum bláum málverkum. Það er hengt upp á vegg með hefti úr heftibyssu og lítur út fyrir að vera eitthvað sem gleymdist þegar eitthvað annað var rifið af veggnum.
Verkið er röð af 6 mónókrómískum bláum málverkum þ.e. striginn er þakinn mismunandi bláum olíulit. Þegar sýna á verkið er biti rifinn úr hverri mynd og rifrildið heftað beint á vegginn. Virkar dálítið eins og eitthvað hafi gleymst á veggnum. Þar sem hver blá mynd hefur skráningarnúmer í listaverkagagnagrunni Listasafn Íslands má sýna hvert afrif sem einstakt verk enda hver blár litur einstakur og er tiltekinn samkvæmt heiti á litatúbunum svo sem cobalt blár, manganese blár, phthalo blár, prussian blár og ultramarine blár.
Örn Alexander hefur búið og starfað í Malmö og Reykjavík frá því hann útskrifaðist frá Listaháskólanum þar í borg árið 2011. Í verkum hans er að finna bæði húmor og gáska og nýtir hann sér oft leikræna framsetningu í anda Fluxus og síð módernisma þar sem mörkin milli listgreina renna saman. Þessir bláu deplar kallast á við bláu einlitu málverk franska listmálarans Yves Klein sem gerði garðinn frægan á sjöunda áratug síðustu aldar. Stöðug endurtekning kann að afhjúpa inntakið. Það má einnig setja sig í stellingar abstrakt málaranna á Íslandi með hliðsjón af orðum Þorvaldar Skúlasonar sem sagði að enginn vissi hvað blái liturinn væri fyrr en maður hætti að tengja hann hafinu og himninum en það er ef til vill farsælast að setja sig í spor listamannsins og spyrja hvort það skipti í raun máli hvað er á sýningu. Ef til vill er nóg að segja frá því hvað átti að vera á sýningunni? Stóra spurningin getur því verið; „hvernig og hvað á að sýna?