Vetrarómar

1964

Valtýr Pétursson 1919-1988

LÍ-1295

Valtýr Pétursson var í hópi þeirra listamanna sem settu svip á eftirstríðsárin á Íslandi. Valtýr var meðal brautryðjenda abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi myndlistarmanna. Valtýr lét eftir sig fjölmörg málverk og pappírsverk, bæði í opinberum söfnum og einkaeigu, sem gefa innsýn í áhugaverðan feril þar sem fengist er við grunnþætti málverksins. Fjölmörg tilbrigði við ólík stef sýna athyglisverða þróun listamanns sem var óhræddur að takast á við mismunandi miðla, stíla og stefnur.

  • Ár1964
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð117 x 117 cm
  • EfnisinntakAbstrakt
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniMasonít, Olíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17