Katanesdýrið

1966

Kjartan Guðjónsson 1921-2010

LÍ-1314

Kjartan Guðjónsson stundaði nám í Handíðaskólanum í Reykjavík á árunum 1942–1943 og fór svo til náms við hinn virta listaháskóla í Chicago í Bandaríkjunum. Að loknu námi skipaði Kjartan sér í hóp módernista í myndlist á Íslandi. Hann kom að stofnun Septemberhópsins svokallaða sem sýndi fyrst árið 1947 í Listamannaskálanum, en sú sýning hafði víðtæk áhrif á myndlist á Íslandi. Árið 1966 sýndi Kjartan óhlutbundin málverk á veggjum Listamannaskálans en það var jafnframt hans fyrsta einkasýning í tólf ár. Þar þótti bera á innblásnum náttúrustemningum, meðvituðum og ómeðvituðum. Verkin voru byggð upp af fremur dökkum litum sem fíngerð línuteikning hleypti lífi í. Það var línan sem tengdi listamanninn bandarískum expressjónisma á borð við Gorky og Bradley Walker Tomlin.

  • Ár1966
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð90,5 x 100 cm
  • EfnisinntakAbstrakt, Dýr, Vera, Þjóðtrú
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17