Mislitar kýr

1966

Jóhann Briem 1907-1991

Prestssonurinn á Stóra Núpi, Jóhann Briem, leitaði eftir kennslu hjá íslenskum listamönnum sem aðhylltust rómantískan natúralisma svo sem Jóni Jónssyni, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkharði Jónsssyni, myndskera áður en hann fór utan til náms á fyrri hluta fórða áratugarins. Dvölin í Dresden reyndist honum lærdómsrík því þar var mikil gerjun í málaralist og þar kynntist hann þýskum expressjónisma og jafnframt verkum Caspar David Fredrich helsta fulltrúa rómantískrar myndlistar í Þýskalandi. Jóhann þróaði mjög persónulegan stíl þar sem hann notaði einföld form og heila litafleti. Þótt listamaðurinn hafi ætíð haldið sig við frásagnarlegt myndefni nálgast hann abstraktmálverkið æði mikið í myndum eins og þessari þar sem flatar kýrnar ber við mishæðótt landslagið. Hann teflir saman andstæðum litatónum, rauðum og grænum, bláum og appelsínugulum og virkjar þannig kraft litanna til hins ýtrasta. Einföld formin eru hér sett á flöt sem titrar af grófum pensilstrokum og blæbrigðum lita í sama tón. RP

LÍ-1331
  • Ár1966
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð90 x 95 cm
  • EfnisinntakDýr, Húsdýr, Kýr
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur
  • Merking gefanda

    Gjöf listamannsins 1966

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17