Frá Reykjavík
1970
Gunnlaugur Scheving 1904-1972
![](/_next/image/?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Flistasafn-islands%2Fb3c6511b-378e-496f-a33d-d4ac29933fea_L%25C3%258D%2B1670%2Bsarpur.jpg%3Fauto%3Dcompress%2Cformat&w=3840&q=100)
Gunnlaugur Scheving fæddist 1904 og varð einn þekktasti listmálari 20. aldar á Íslandi. Hann ólst upp á Austurlandi og Seyðisfjörður var heimabær hans fram á fullorðinsár og líka um nokkurra ára skeið eftir að hann kom frá listnámi erlendis. Gunnlaugur hélt fyrstu myndlistarsýningu sína í Reykjavík 17 ára eftir tilsögn hjá Einari Jónssyni og Guðmundi Thorsteinssyni (Muggi). Á árunum 1923–1929 stundaði hann myndlistarnám í Kaupmannahöfn en flutti alkominn til Íslands 1930. Gunnlaugur aflaði sér viðfangsefna víða um land en á árunum 1939–1947 dvaldi hann langdvölum í Grindavík. Þar þróaði hann myndstíl sem skilaði sér m.a. í stórbrotnum myndum af sjómennsku. Hann hélt margar einkasýningar og tók þátt í samsýningum heima og heiman og var meðal annars annar af fulltrúum Íslands í Feneyjum árið 1972.