Landslag

1977

Ragnheiður Jónsdóttir Ream 1917-1977

LÍ-3916

Verk Ragnheiðar Jónsdóttur einkennast af rökfestu og nánd. Nálægðina skynjar áhorfandinn í myndskipuninni og persónulegri túlkun landslagsins þar sem blæbrigði lita skapa hrynjandi sem minnir á upplag listakonunnar og bakgrunn í tónlist. Sérstaða Ragnheiðar fellst í innsæi hennar og ferskri sýn á náttúruna þar sem ögun hennar í tónlistinni hefur eflaust sitt að segja en hún hafði lokið námi í píanóleik. Landslagið skipar veglegan sess í myndum hennar þá einkum heiðarlönd og vellir, klettar og klungur í forgrunni mót sjóndeildarhringnum sem ber við hátt á myndfletinum. Þessi huglægi kjarni verka hennar gefur þeim sérstöðu í íslensku landslagsmálverki. Segja má að liturinn sé undirstöðuhljómur í myndum hennar og ber glöggt vitni um hæfileika hennar á sviði myndlistar. Ragnheiður kom með ferskan blæ inn í íslenska landslagslist og myndlistarsenu þegar hún flutti heim frá Washington árið 1969. Vakti hún strax athygli fyrir fágað og persónulegt myndmál og ljóðrænan myndstíl í anda Williams de Kooning og Richards Deberkorn.

  • Year1977
  • TypeMálaralist, Málaralist - Olíumálverk
  • Size95 x 80 cm
  • SummaryLandslag
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialOlíulitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17