Sjómenn

1944-1945

Þorvaldur Skúlason 1906-1984

Að námi loknu, árið 1940, flúði Þorvaldur Skúlason undan seinni heimsstyrjöldinni til Íslands. Verk hans frá þessum tíma  og til loka heimsstyrjaldarinnar einkennast af hlutbundnum expressjónisma þar sem listamaðurinn samlagar ýmis viðhorf sem voru efst á baugi listarinnar erlendis sérkennum sem bera í sér sterkan íslenskan blæ. Formin verða stærri og mýkri en áður og þróttmikil teikningin nýtur sín. Í þessu verki draga samleikur formanna og hringsæ myndbyggingin athygli að miðju myndarinnar og viðfangsefni sjómannanna sem hjálpast að við að staga í netið. Ferskur andblær sjávarins við ströndina umleikur sviðið. Okkurgulur litur stígvélanna gefur jarðtengingu mót ljósgulum köldum lit sjóstakkanna. Ryðrauður í fígúrunni vinstra megin harmónerar við bláu tónana í hafinu og himninum. Þorvaldur átti síðar eftir að verða einn helsti fulltrúi abstraktlistar á Íslandi.

 

 

LÍ-4848
  • Ár1944-1945
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð85 x 96 cm
  • EfnisinntakAtvinnulífið, Mannamynd, Sjómennska, Sjór
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17