Málverk

1992

Guðrún Kristjánsdóttir

LÍ-5610

Guðrún Kristjánsdóttir vinnur ötullega að verkum fyrir sýningar á Íslandi sem og víðsvegar um Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í rúma tvo áratugi hefur hún verið virk í listsköpun sinni og einnig starfað sem sýningarstjóri, ritstjóri, kennari og formaður Félags íslenskra myndlistarmanna. Hún hefur hlotið fjölmarga styrki og verðlaun og ber þar hæst styrk úr hinum virta Pollock-Krasner-sjóði en hann hlaut Guðrún fyrir marglaga málaratækni sína sem hún byggir á aldagamalli aðferð. Persónuleg sýn Guðrúnar á náttúruna hverfist um misbrigðasamt veðrið og síbreytilega birtuna á Íslandi. Hún rammar inn og umbreytir landslagi hversdagsins og blandar saman ólíkum miðlum í því augnamiði að endurskapa síkvikar hreyfingar náttúrunnar. Í innsetningum sínum fléttar hún saman málara- og myndbandslist, veggmyndum og ljósi, speglun, veggfóðri, skúlptúrum, grafík, ljósmyndun og tónlist svo að úr verður alltumlykjandi rými sem dregur fram hið flókna samband skynjunar, listsköpunar og náttúru.

  • Ár1992
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð110 x 100 cm
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi
  • Merking gefanda

    Gjöf listamannsins 1992

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17