Nafnlaus

Svavar Guðnason 1909-1988

Annað málverk á bakhlið verksins.

LÍ-6270-A

Svavar Guðnason ólst upp á Höfn í Hornafirði þar sem birtan er einstök vegna endurskins frá hafinu og jöklunum og hefur það vafalaust haft áhrif á næmi hans fyrir litum. Þótt Svavar væri skráður í nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn 1935, var hann að mestu sjálfmenntaður myndlistarmaður er tileinkaði sér óhlutbundna myndgerð og sjálfsprottna tjáningu en afneitaði þó aldrei náttúrunni og leit á hana sem mikinn áhrifavald. Árið 1945 hélt Svavar stóra einkasýningu á Íslandi og markaði sýningin tímamót í íslenskri myndlist og skapaði farveg fyrir óhlutbundna myndlist. Svavar tók virkan þátt í dönsku myndlistarlífi á fimmta áratugnum og fann samleið með framvarðarsveit danskrar myndlistar, listamönnum sem sóttu innblástur í list barna, frumþjóða og eigin menningararf, og sumir þeirra mynduðu seinna kjarnann í Cobra-hópnum. Sú sterka tilfinningalega tjáning sem birtist í verkum Svavars á árunum 1943–1949 skapar honum sérstöðu í íslenskri og alþjóðlegri myndlist. Verkin spruttu fram úr hugarfylgsnum listamannsins er hann stóð andspænis auðum striganum eins og um töfra væri að ræða.

  • TypeMálaralist - Olíumálverk
  • Size96 x 129 cm
  • SummaryAbstrakt
  • Main typeMyndlist/Hönnun
  • MaterialOlíulitur, Strigi
  • Donor commentsGjöf Ástu K. Eiríksdóttur 2002.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17