Kona og barn

1946

Kristján Davíðsson 1917-2013

LÍ-791

Kristján Davíðsson stundaði myndlistarnám í Bandaríkjunum 1945–1947. List hans mótaðist annars vegar af bandarískum abstrakt-expressjónisma eftirstríðsáranna og hins vegar af formleysumálverki og svokölluðu „art brut“-málverki Parísarskólans eftir stríð. Kristján innleiddi þessar hugmyndir hér á landi og átti þátt í að brjóta upp þrönga reglufestu strangflatarmálverksins sem var allsráðandi um miðbik sjötta áratugarins. Verk Kristjáns eru ekki lýsing á náttúrunni sem hlutveruleika, heldur leitast hann mun frekar við að upplifa einingu manns og náttúru í þeim verknaði, sem fólginn er í því að skrifa hina ósjálfráðu pensilskrift á léreftið. Verk hans lýsa viðleitni til þess að öðlast fulla reynslu í líkamlegri jafnt sem andlegri einingu við náttúruna. Í þessum skilningi er myndlist Kristjáns tengd náttúrunni órjúfanlegum böndum.

  • Ár1946
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð127 x 76 cm
  • EfnisinntakBarn, Blóm, Kona, Mannamynd
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17