Bleikur froskur

2011

Bjarni Sigurbjörnsson 1966-, Jón Óskar Hafsteinsson 1954-

LÍ-8850

Jón Óskar Hafsteinsson lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og nam að því loknu við School of Visual Arts í New York, þaðan sem hann lauk prófi árið 1983. Jón Óskar er málari stórra flata og stærð hefur ávallt verið órjúfanlegur hluti af tjáningarmáta hans. Grunneiningin í myndlist Jóns Óskars er og hefur ætíð verið teikningin í sinni einföldustu, en um leið margslungnustu mynd. Að því leyti sver hann sig í ætt við Kjarval, sem teiknaði gjarnan með stífhára málningarpensli og málaði oft með því að snúa penslinum við og teikna ofan í blautan litinn með skaftinu. Útkoman er því oftar en ekki grafísk, mynsturkennd og byggð á aðferðafræði, sem rekja má til symbólisma ofanverðrar 19. aldar en blandast á þeirri löngu vegferð teiknimyndum og myndskreytingum með öllum þeim sérkennum prenttækninnar sem dagblaðaútgáfa Viktoríutímans gerði aðgengilega almenningi.

  • Ár2011
  • GreinMálaralist - Blönduð tækni
  • Stærð180 x 122 cm
  • EfnisinntakAbstrakt
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17