Empty Spot

2016

Kristinn Már Pálmason 1967-

LÍ-9231

Kristinn Már Pálmason stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990–1994 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996–1998 (MFA). Kristinn Már á að baki yfir 20 einkasýningar auk þátttöku í fjölda samsýninga. Hann hefur komið að ýmiss konar menningarstarfsemi og var t.a.m. annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík 2006–2008 og einn af stofnendum og stjórnarmeðlimum Kling & Bang gallerís. Kristinn Már hefur á ferli sínum prófað mismunandi aðferðir og unnið með ólíka stíla innan ramma málverksins og utan, þar má nefna abstrakt, mónókróm og fígúratíft, innsetningar, hljóðverk, gagnvirk verk, veggmálverk, skúlptúr o.fl. Núverandi stíll Kristins Más er að mörgu leyti afsprengi þessarar fjölbreyttu nálgunar, bæði í efnislegum sem og hugmyndafræðilegum skilningi. Verkið Empty Spot einkennist af ofhlæði og vísar titill verksins í auðan blett í verkinu og er jafnframt vísun í hreinleika eða frið innan ofhlæðis miðlunar í nútímanum.

  • Ár2016
  • GreinMálaralist - Akrýlmálverk
  • Stærð130 x 190 cm
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniAkrýllitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17