Heimsókn
2015
Sigga Björg Sigurðardóttir 1977-

Verkin Heimsókn og Dagdraumur (Lí-9241) eru hluti af seríunni Óvera en myndheimur Siggu Bjargar er laus við allt yfirvarp eða óræðni. Raunin er sú að listamaðurinn lætur allt flakka. Sigga Björg vinnur verk sín í flæði og sækir innblástur í eigin hugarheim og undirmeðvitund. Vinnuaðferðin er eins heiðarleg og milliliðalaus og frekast má verða.