Skil

2015

Björg Þorsteinsdóttir 1940-2019

LÍ-9454

Verk Bjargar eru fjölbreytt að inntaki en hún hélt sig við hefðbundna miðla, olíu- og vatnsliti auk grafíkurinnar. Innblástur sótti hún til líðandi stundar, þjóðfélagsmála, vísinda og tækni eða veðurlagsins og birtunnar jafnt utan- sem innandyra. Í verkinu Hnútur er myndefnið órætt, svífandi þræðir í óendanlegu rými blámans. Þræðirnir samanstanda af rauðum og grænum andstæðum litum sem hjálpa auganu að sjá formið en leysa ekki þrautina. Björg nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart, École Nationale Supérieure des Beaux Arts í París og við hið þekkta grafíkverkstæði Atelier 17 í sömu borg. Hún var afkastamikil á sviði grafíklistarinnar en málaði samhliða bæði stór og smá verk sem hún sýndi iðulega í bland við grafíkina. Hún lét sig málefni myndlistar í samfélaginu varða og bæði kenndi og var virk í ýmsum félagasamtökum listamanna, svo sem Félagi íslenskrar grafíkur, FÍM, Norrænu myndlistarmiðstöðinni NKC í Finnlandi og einnig var hún í fulltrúaráði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og forstöðumaður Safns Ásgríms Jónssonar um tíma (1980–1984). Frumleg verk hennar spegla tíma örra breytinga og tækniframfara þar sem segja má að hún hafi verið með puttann á púlsinum.

  • Ár2015
  • GreinMálaralist, Málaralist - Akrýlmálverk
  • Stærð160 x 130 cm
  • EfnisinntakAbstrakt
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • Merking gefanda

    Gjöf frá erfingjum listakonunnar.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17