Rútsstaðir í Flóa

1950-1955

Ásgrímur Jónsson 1876-1958

LÍÁJ-84/124

Ásgrímur Jónsson er einn af frumherjum íslenskrar nútímamyndlistar og fyrsti íslenski listamaðurinn sem gerði myndlist að aðalstarfi. Íslensk náttúra var aðalviðfangsefni hans og með landslagstúlkun sinni lagði hann grunn að hefð í íslenskri landslagslist. Einnig urðu íslenskar þjóðsögur honum snemma að yrkisefni og er hann helsti túlkandi þeirra meðal íslenskra myndlistarmanna. Ásgrímur stundaði nám í Kaupmannahöfn um og eftir aldamótin 1900 og kynntist þar rómantískri landslagstúlkun sem setti svip á elstu verk hans. Kynni hans af franska impressjónismanum áttu hins vegar eftir að hafa djúpstæðari áhrif á list hans. Ásgrímur vann jöfnum höndum með vatnslitum og olíulitum og skipar sérstakan sess í íslenskri myndlist sem vatnslitamálari. Ásgrímur Jónsson arfleiddi íslenska ríkið að öllum verkum sínum og var safn helgað lífi og starfi hans opnað almenningi árið 1960 á heimili og vinnustofu listamannsins. Það er nú sérstök deild í Listasafni Íslands.

  • Ár1950-1955
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð91 x 139 cm
  • EfnisinntakFjall, Landslag, Ský, Sveitabær, Tjörn, Tún
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur
  • Merking gefanda

    Gjöf frá listamanninum.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17