Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár

Samsýning

12.10.2024 — 6.4.2025

Listasafnið

Í tilefni af 140 ára afmæli Listasafns Íslands var opnuð sýning þar sem þessara tímamóta er minnst.  Sýningin ber heitið Innsýn, útsýn - Listasafn Íslands í 140 ár en þar má sjá má verk eftir hátt í 100  listamenn,  mikilsverðar gjafir sem safninu hafa borist og verk sem það hefur keypt í tímans rás. 

Sýningunni er skipt upp í fjóra hluta sem eru:  samfélag; myndir af manneskjum; Form, línur, litir og maður og náttúra. Þessi fjögur þemu skarast vitaskuld en verk listamanna sem horfa út – á landið, nánasta umhverfi, samfélagið eða heiminn allan – veita gjarnan nýja sýn sem leiðir til sjálfsuppgötvunar einstaklinga og samfélags. Að sama skapi má segja að þeir listamenn sem horfa í verkum sínum inn á við, í könnun á sjálfinu, sögu eða menningararfi, opni um leið sýn út á við; víðari heimsmynd. 

Á sýningunni eru hátt í 200 verk eftir tæplega 100  listamenn, þar á meðal málverk, skúlptúrar, ljósmyndir, vídeó, innsetningar og bókverk. Verkin á sýningunni spanna tímann frá stofnun safnsins, þegar safneignin samanstóð fyrst og fremst af verkum eftir norræna listamenn eins og Önnu Ancher og Berthu Wegmann, til tíma frumkvöðlanna, Þórarins B. Þorlákssonar og  Jóhannesar S. Kjarvals,  eftirstríðsáranna sem Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir eru fulltrúar fyrir og fram á tímaskeið framúrstefnumanna á borð við Magnús Tómasson og Sigurð Guðmundsson.  Á sýningunni eru einnig glæný verk eins og En þú ert samt of brún fyrir Íslending eftir Melanie Ubaldo, sem eru til marks um hvernig myndlistarmenn eru sífellt að kljást við ný viðfangsefni og breytingar í samfélaginu. Verkin á sýningunni gefa ákveðna innsýn í listasögu okkar, frá öndverðu og til okkar daga en jafnframt gefur að líta alþjóðlega vídd í verkum eftir heimsþekkta listamenn, svo sem Edward Munch, Pablo Picasso, Dieter Roth og Roni Horn. 

Í tilefni af afmælinu er einnig gefið út sérstakt afmælisrit sem er nokkurs konar systurverkefni sýningarinnar en í það skrifa ýmsir fræðimenn meðal annars fyrrverandi safnstjórar  Listasafns Íslands um 140 verk úr safneigninni  og túlka þau hver með sínum hætti. 


Ath. að sýningarsalirnir loka á mismunandi tímum

Salur 1 – Samfélag

Myndlist veitir innsýn í það samfélag sem fóstrar listamanninn hverju sinni en veitir líka tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og bera saman hugmyndir ólíkra tímabila.  Myndlistin getur einnig endurspeglað sjálfsmynd ákveðinna hópa eða heilla þjóða og getur átt þátt í að skapað ákveðna ímynd eða lyfta fram menningarlegum rótum samfélagsins.  

Salur 1 lokar 06.04.2025

Melanie Ubaldo 1992-

En þú ert samt of brún fyrir Íslending, 2022

LÍ-11999

Salur

1

Listamenn

  • Ásgrímur Jónsson (1876–1958)
  • Birgir Andrésson (1955–2007)
  • Erró (1932)
  • Eva Ísleifsdóttir (1982)
  • Gabríela Friðriksdóttir (1971)
  • Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (1968)
  • Inga Svala Þórsdóttir (1966)
  • Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir (1982)
  • Libia Castro (1970) & Ólafur Ólafsson (1973)
  • Magnús Pálsson (1929)
  • Magnús Tómasson (1943)
  • Melanie Ubaldo (1992)
  • Nína Sæmundsson (1892–1965)
  • Ragnar Kjartansson (1976)
  • Rakel McMahon (1983)
  • Ráðhildur Ingadóttir (1959)
  • Rósa Sigrún Jónsdóttir (1962)
  • Sigga Björg Sigurðardóttir (1977)
  • Steingrímur Eyfjörð (1954)
  • Unnar Örn Auðarson (1974)
  • Valgerður Guðlaugsdóttir (1970–2021)
  • Þorvaldur Þorsteinsson (1960–2013)

Salur 2 - Myndir af manneskjum

Að skapa portrettmynd af manneskju er list þar sem reynt er að koma til skila persónulegum einkennum eins og útliti og karakter. Þessi tegund myndlistar ber með sér vissan ódauðleika því portrettið fangar fyrirsætuna á tilteknum tímapunkti, í varanlegu verki; sýnir hvernig viðkomandi kom öðrum fyrir sjónir, eða vildi koma fyrir, og staðfestir stöðu fyrirsætunnar í samfélaginu. 

Salur 2 lokar 30.03.2025

Louisa Matthíasdóttir 1917-2000

Sjálfsmynd, 1984

LÍ-5634

Salur

2

Listamenn

  • Ágúst Petersen (1908–1990) 
  • Anna Ancher (1859–1935) 
  • Anna Hallin (1965)  
  • Arnar Herbertsson (1933−2024)  
  • Ásgrímur Jónsson (1876−1958)
  • Bragi Ásgeirsson (1931–2016)  
  • Edward Munch (1863−1944)
  • Erling Klingenberg (1970)
  • Erró (Guðmundur Guðmundsson) (1932)  
  • Gunnfríður Jónsdóttir (1889−1968)
  • Gunnlaugur Blöndal (1893–1962)
  • Helgi Sigurðsson (1815−1888) 
  • Jóhannes S. Kjarval (1885–1972)
  • Jón Stefánsson (1881−1962)
  • Júlíana Sveinsdóttir (1889−1966)
  • Kristján Davíðsson (1917–2013)  
  • Magnús Þór Jónsson (1945)
  • Michael Ancher (1849−1927)
  • Ólafur Lárusson (1951–2014) 
  • Pablo Picasso (1881−1973)  
  • Páll Guðmundsson frá Húsafelli (1959)
  • Ríkarður Jónsson (1888−1977)  
  • Sigurður Guðmundsson (1942)  
  • Sigurjón Ólafsson (1908−1982)
  • Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) (1820−1895)
  • Una Margrét Árnadóttir (1985)
  • Þórdís Aðalsteinsdóttir (1975)  
  • Nína Tryggvadóttir (1913−1968)
  • Þórarinn B. Þorláksson (1867−1924)

Salur 3 - Form, línur, litir

Línur, litir og form eru meðal grunneininga í allri myndlist, jafnvel þegar markmiðið er raunsönn lýsing á því séða. Í abstraktlist, þegar ekki er leitast við að líkja eftir hlutveruleikanum, eru þessir grunnþættir í aðalhlutverki.

Salur 3 lokar 02.02.2025

Nína Tryggvadóttir 1913-1968

Gos, 1964

LÍ-1383

Salur

4

Listamenn

  • Anne Elise Thompson (1828–1912) 
  • Ásgrímur Jónsson (1876–1958)
  • Bertha Wegmann (1847–1926)
  • Edvard Munch (1863-1944)
  • Eggert Pétursson (1956)
  • Elina Brotherus (Finnish, 1972)
  • Frederik Theodor Kloss (1802–1876)
  • Georg Guðni Hauksson (1961–2011)
  • Gunnlaugur Scheving (1904–1972)
  • Helgi Þorgils Friðjónsson (1953)
  • Jóhannes Kjarval (1885–1972)
  • Jón Stefánsson (1881–1962)
  • Óþekktur listamaður
  • Olga Bergmann (1967)
  • Ólafur Elíasson (1967)
  • Óþekktur listamaður
  • Ragnar Axelsson (1958)
  • Ragna Róbertsdóttir (1945)
  • Roni Horn (1955)
  • Sámal Joensen-Mikines (1906–1979)
  • Valgerður Þorsteinsdóttir Briem (1914-2002)
  • Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924)

Salur

1

&

2

&

3

12.10.2024 6.4.2025

Kynningarmynd

Anna Kristine Ancher 1859-1935
Fisksölustúlka, 1886
LÍ 25

Sýningarnefnd

Pari Stave, Vigdís Rún Jónsdóttir, Dagný Heiðdal, Anna Jóhannsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir

Forvarsla

Nathalie Jacqueminet, Steinunn Harðardóttir

Tæknimál og ljósmyndun

Sigurður Gunnarsson, Logi Leó Gunnarsson

Allir listamenn

  • Anna Ancher (1859–1935)
  • Anne Elise Thompson (1828–1912)
  • Anna-Eva Bergman (1909–1987)
  • Anna Hallin (1965)
  • Arnar Herbertsson (1933)
  • Asger Jorn (1914–1973)
  • Ágúst F. Petersen (1908–1990)
  • Ásgrímur Jónsson (1876–1958)
  • Áslaug Íris Friðjónsdóttir (1981)
  • Bertha Wegmann (1847–1926)
  • Birgir Andrésson (1955–2007)
  • Bragi Ásgeirsson (1931–2016)
  • Bram van Velde (1895–1981)
  • Dieter Roth (1930–1998)
  • Edvard Munch (1863–1944)
  • Eggert Pétursson (1956)
  • Elina Brotherus (1972)
  • Erla Þórarinsdóttir (1955)
  • Erling Klingenberg (1970)
  • Erró (1932)
  • Eva Ísleifsdóttir (1982)
  • Eyborg Guðmundsdóttir (1924–1977)
  • Finnur Jónsson (1892–1993)
  • Frederik Theodor Kloss (1802–1876)
  • Gabríela Friðriksdóttir (1971)
  • Georg Guðni Hauksson (1961–2011)
  • Gerður Helgadóttir (1928–1975)
  • Guðmunda Andrésdóttir (1922–2002)
  • Gunnfríður Jónsdóttir (1889–1968)
  • Gunnlaugur Blöndal (1893–1962)
  • Gunnlaugur Scheving (1904–1972)
  • Hans Hartung (1904–1989)
  • Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (1968)
  • Helgi Þorgils Friðjónsson (1953)
  • Helgi Sigurðsson (1815–1888)
  • Hörður Ágústsson (1922–2005)
  • Inga Svala Þórsdóttir (1966)
  • Jóhannes S. Kjarval (1885–1972)
  • Jón Stefánsson (1881–1962)
  • Júlíana Sveinsdóttir (1889–1966)
  • Karl Kvaran (1924–1989)
  • Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir (1982)
  • Kees Visser (1948)
  • Kristján Davíðsson (1917–2013)
  • Libia Castro (1970) & Ólafur Ólafsson (1973)
  • Louisa Matthíasdóttir (1917–2000)
  • Magnús Pálsson (1929)
  • Magnús Tómasson (1943)
  • Margrét Jóelsdóttir (1944)
  • Megas (1945)
  • Melanie Ubaldo (1992)
  • Michael Peter Ancher (1849–1927)
  • Nína Sæmundsson (1892–1965)
  • Nína Tryggvadóttir (1913–1968)
  • Olga Bergmann (1967)
  • Ólafur Elíasson (1967)
  • Ólafur Lárusson (1951–2014)
  • Óþekktur listamaður (18. öld)
  • Pablo Picasso (1881–1973)
  • Páll Guðmundsson frá Húsafelli (1959)
  • Ragna Róbertsdóttir (1945)
  • Ragnar Axelsson - RAX (1958)
  • Ragnar Kjartansson (1976)
  • Rakel McMahon (1983)
  • Ráðhildur Ingadóttir (1959)
  • Ríkarður Jónsson (1888–1977)
  • Robert Jacobsen (1912–1993)
  • Roni Horn (1955)
  • Rósa Gísladóttir (1957)
  • Rósa Sigrún Jónsdóttir (1962)
  • Sámal Joensen-Mikines (1906–1979)
  • Sigga Björg Sigurðardóttir (1977)
  • Sigurður Árni Sigurðsson (1963)
  • Sigurður Guðmundsson (1942)
  • Sigurjón Ólafsson (1908–1982)
  • Steingrímur Eyfjörð (1954)
  • Stephen Fairbairn (1947)
  • Svavar Guðnason (1909–1988)
  • Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) (1820–1895)
  • Una Margrét Árnadóttir (1985)
  • Unnar Örn Auðarson (1974)
  • Valgerður Briem (1914–2002)
  • Valgerður Guðlaugsdóttir (1970–2021)
  • Valtýr Pétursson (1919–1988)
  • Victor Vasarely (1906–1997)
  • Þorvaldur Skúlason (1906–1984)
  • Þorvaldur Þorsteinsson (1960–2013)
  • Þór Vigfússon (1954)
  • Þór Vigfússon (1954)
  • Þórarinn B. Þorláksson (1867–1924)
  • Þórdís Aðalsteinsdóttir (1975)

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17