Hafið / La Mer

Ange Leccia

11.12.2017 — 2.4.2018

Listasafnið
Listasafnið

11.12.2017 2.4.2018

Sýningarstjóri

Æsa Sigurjónsdóttir

Í samvinnu með

Franski myndlistarmaðurinn Ange Leccia (f. 1952) er fæddur á Korsíku og sérstaða eyjunnar hefur ætíð heillað hann sem skapandi myndhverfing á mörkum tíma og rúms. Hann tók að vinna með kvikmyndatæknina sem listform snemma á níunda áratug liðinnar aldar og hafa tilraunir hans sett mark sitt á vöxt vídeómiðilsins í franskri samtímalist. Leccia er stofnandi og forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvarinnar Pavillon Neuflize OBC í Palais de Tokyo, París. Verk hans hafa verið sýnd í helstu liststofnunum svo sem á Documenta Kassel, Guggenheim safninu í New York, á Feneyjatvíæringnum, Skulptur Projekte Münster, og Pompidou menningarmiðstöðinni í París.

Myndbandsverk Leccia byggja á sjónrænum endurtekningum, sterkum litum, tónlist og þögnum. Hann nýtir möguleika stafrænnar tækni til hins ýtrasta, sækir í sarpinn, moðar úr sínum eigin myndforða, og skapar grípandi frásagnarform sem byggir á klippi og hljóðbútasamsetningum úr kvikmynda- og dægurheimi tónlistar. Innsetningar Leccia draga áhorfandann inn í sjálfstæða veru kvikra mynda. Hann leiðir áhorfandann inn í átök myndanna og miskunnarlaust ofbeldi þeirra en um leið inn í veröld sem kalla mætti umdæmi fagurfræðinnar, þar sem áhorfandinn skynjar tilvist sína handan tungumálsins.

Hafið (La Mer) er þekktasta verk Leccia sem hann umbreytir sífellt og aðlagar sýningarrýminu hverju sinni. Þar sjást æskustöðvar hans á Korsíku, hafið sem hann myndar aftur og aftur, sífellt með nýjum tækjum. Tíminn birtist sem röð kyrrstæða ramma eða í runu augnablika sem þjóta hjá, síflæðandi eins og aldan sem brotnar á ströndinni, líkt og endurtekið söngl án upphafs, miðju og endis.

Mynd: La Mer -  Ange Leccia ADAGP - 2014

Tækjaleiga Luxor styrkir sýningu Ange Leccia

Ljósmynd eftir Elina Brotherus sem sýnir tvær manneskjur skoða þrjár appelsínur

16.2.2018 — 24.6.2018

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17